Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2012 Matvælaráðuneytið

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Þann 4. september verður sett á stofn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.Þetta gerist með sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, iðnaðarráðuneytisins og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og stærstum hluta þeirra verkefna sem þau ráðuneyti hafa sinnt. Breytingin fellur saman við stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis frá og með sama tíma og felur jafnframt í sér nokkurn tilflutning verkefna milli þessara ráðuneyta. Verkefnisstjórn sem starfar undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, ráðherra,  vinnur að undirbúningi en auk ráðherra eiga sæti í henni fulltrúar starfsmanna og ráðuneytisstjórar þeirra þriggja ráðuneyta sem í hlut eiga.  Starfsmaður verkefnisstjórnar um stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er Fjóla María Ágústsdóttir en hún gengdi sama hlutverki við stofnun velferðarráðuneytisins fyrir rúmum tveimur árum. Til að greina hlutverk og verkefni hins nýja ráðuneytis hafa verið stofnaðir vinnuhópar starfsmanna. Þeir munu ljúka störfum um miðjan ágúst og í framhaldi af því hefst vinna við skipurit hins nýja ráðuneytis.
Ákveðið hefur verið að fela Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu að leiða undirbúning stofnunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið verður til húsa að Skúlagötu 4 eða í sama húsi og starfsemi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins er nú.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta