Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2012 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti skátamótið á Úlfljótsvatni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti skátamótið á Úlfljótsvatni um helgina ásamt konu sinni Valgerði Andrésdóttur. Mótinu lauk um helgina.

Innanríkisráðherra heimsótti landsmót skáta á Úlfljótsvatni 28. júlí.
Innanríkisráðherra heimsótti landsmót skáta á Úlfljótsvatni 28. júlí.

Forráðamenn skátahreyfingarinnar kynntu mótshaldið og svæðið fyrir ráðherranum en þar reis heilt þorp sem skipulagt var út í æsar og þaulhugsað. Skin og skúrir hafa skipst á í mótshaldinu, úrhelli var í byrjun en síðan blíða.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Úlfljótsvatni og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Umhverfið býður uppá ýmsa möguleika, svo sem silungsveiði, fjallgöngur og bátsferðir á vatninu. Fram kom í heimsókninni að ákveðið hefur verið að halda alheimsmót skáta á Úlfljótsvatni árið 2017.

Á myndinni eru frá vinstri: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, Margrét Tómasdóttir, fyrrverandi skátahöfðingi, Björgvin Magnússon, skólastjóri Gilwell skólans til langs tíma, og síðan Ögmundur Jónasson og Valgerður Andrésdóttir.

Innanríkisráðherra heimsótti skátamót á Úlfljótsvatni 28. júlí.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta