Opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn
Á laugardaginn s.l. var opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn í Færeyjum í tilefni af Olavsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Nokkur hundruð manns lögðu komu sína á skrifstofuna þ.á.m. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og nokkurra borgarráðsmanna og þingmanna.
Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnavatnssýslum kom og tók nokkur lög fyrir gesti og gangandi.