Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðuneytið 2.270 sinnum í fréttum á fyrri helmingi ársins

Fjallað var um innanríkisráðuneytið í 2.270 fréttum eða greinum á fyrri helmingi ársins samkvæmt samantekt Creditinfo. Flestar birtust á vefmiðlum eða 1.163,  707 í prentmiðlum og 400 í ljósvakamiðlum. Ráðuneytið var í 16. sæti af lögaðilum í fjölda frétta eða greina á þessu tímabili. Var ráðuneytið því í fréttum rúmlega 12 sinnum á dag.

Séu einstakir miðlar skoðaðir sérstaklega var 44% frétta í ljósvakamiðlum á Rás 1 og 2 eða alls 177, 111 (27%) í ríkissjónvarpinu, 58 (14%) á Bylgjunni og 54 (13%) á Stöð 2. Í prentmiðlum birtust flestar fréttirnar í Morgunblaðinu eða 306 (43%) og næstflestar eða 238 í Fréttablaðinu. Sé litið til vefmiðla birtust 420 á mbl.is, 279 á ruv.is og 224 á visir.is.

Meðal 30 algengustu fyrirtækja í fréttum á fyrri helmingi ársins er innanríkisráðuneytið í 16. sæti með 2.270 fréttir en efst er Samfylkingin með 8,876 fréttir og Alþingi með 8.673 fréttir. Sé litið á fjölda frétta eftir atvinnugrein er innanríkisráðuneytið í 5. sæti en í efsta sæti er Alþingi með 8.673 fréttir og síðan forsætisráðuneytið með 3.746 fréttir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta