Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti þjóðskjalavarðar

Embætti þjóðskjalavarðar er laust til umsóknar. Þjóðskjalasafn Íslands er sjálfstæð skjalavörslustofnun undir yfirstjórn ráðuneytisins, sem skal safna og varðveita skjöl og aðrar skráðar heimildir þjóðarsögunnar. 

 
Embætti þjóðskjalavarðar er laust til umsóknar.

Þjóðskjalasafn Íslands er sjálfstæð skjalavörslustofnun undir yfirstjórn ráðuneytisins, sem skal safna og varðveita skjöl og aðrar skráðar heimildir þjóðarsögunnar. Um frekara hlutverk og starfsemi safnsins vísast nánar til ákvæða laga nr. 66/1985.

Þjóðskjalavörður er forstöðumaður Þjóðskjalasafns Íslands. Hann leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur þess, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun undir yfirstjórn stjórnarnefndar safnsins og ræður starfsmenn. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins og menntun eða starfsreynslu á sviði stefnumótunar og stjórnunar.

  • Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára frá og með 1. nóvember 2012, að fenginni umsögn stjórnarnefndar safnsins, sbr. 1. gr. laga nr. 66/1985 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Um laun þjóðskjalavarðar fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.
  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. 
  • Umsóknarfrestur er til 3. september nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta