Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur öðru sinni

Haustlitir
Haustlitir

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru er nú kominn á fullt skrið en dagurinn verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Sérstakt vefsvæði tileinkað deginum hefur verið opnað á vef umhverfisráðuneytisins.

Dagskráin er í mótun en meðal annars munu stofnanir umhverfisráðuneytisins efna til ýmiss konar viðburða í tilefni dagsins sem verða auglýstir þegar nær dregur. Umhverfisráðherra efnir til hátíðarsamkomu þar sem Fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verða afhent. Þá hefur umhverfisráðherra hvatt sveitarfélög, skóla, félagasamtök og fjölmiðla til að nota daginn til að vekja athygli á gildi náttúrunnar og þeim náttúruperlum sem er að finna um allt land.

Dagskrá dagsins verður birt á vefsvæði sem sett hefur verið upp í tilefni dagsins á vef umhverfisráðuneytisins. Er öllum sem minnast dagsins með einum eða öðrum hætti boðið að senda upplýsingar um viðburði til upplýsingafulltrúa ráðuneytisins með því að senda póst á netfangið: [email protected] og verða þær þá birtar undir dagskránni á vefsvæðinu.

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningar með rökstuðningi sendist Umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] fyrir 15. ágúst 2012.

Vefsvæði Dags íslenskrar náttúru 2012

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta