Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2012 Matvælaráðuneytið

Áfram mikill makríll í íslenskri lögsögu

Samkvæmt mælingum Hafró á útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu er magn hans áþekkt og undanfarin ár. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni í dag. Þessi niðurstaða er jákvæð fyrir Ísland og sýnir að makrílgengd í lögsögunni hefur ekki minnkað heldur þvert á móti haldist mikil. Makríll fannst allt í kringum Ísland í mælingum Hafró en þéttleikinn var misjafn. Vart var við ungan makríl, þ.e. á fyrsta ári, á tveimur stöðum úti af Suðvesturlandi, sem bendir til að makríll hafi komið úr klaki við Ísland. Þessar mælingar eru bráðabirgðaniðurstöður úr 30 daga leiðangri Árna Friðrikssonar sem er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur-Atlantshafi. Úrvinnsla úr gögnum leiðangursins er ekki lokið en helstu niðurstöður munu birtast í sameiginlegri skýrslu í haust.

Fréttin á ensku


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. ágúst 2012.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta