Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2012 Matvælaráðuneytið

Jörðin Tjörn I í Húnaþingi vestra.

Jörðin Tjörn I í Húnaþingi vestra.


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar ríkisjörðina Tjörn I á Vatnsnesi, landnr. 144579, 531 Hvammstanga, í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til 14. september nk.  
Greiðslumark fylgir með í leigunni, 78,8 ærgildi.
Ráðuneytið auglýsir ríkisjörðina til ábúðar frá 1. október 2012.
Á jörðinni eru íbúðar- og útihús, samkvæmt fasteignaskrá er ræktað land 9,1 ha. Jörðin er mun stærri.

Jörðin:

Ríkisjörðin Tjörn I er staðsett á vestanverðu Vatnsnesi þar sem undirlendið er hvað breiðast, fjalllendi er mikið og gott beitiland.  Þarna var fyrrum prestssetur og á bæjarhlaðinu er kirkja og kirkjugarður.
Heildarstærð Tjarnar-jarða (ríkisjarðanna Tjarnar I og II) er talin 1700 ha, þar af er stærstur hluti óskipt útjörð, en heimalönd eru nytjuð frá hvorri jörð fyrir sig.
Formlegri ábúð lauk vorið 2011, frá þeim tíma hafa bæjarhúsin verið nýtt samkvæmt sérstöku leyfi og nágrannabóndi hefur borið á og slegið túnin.  Samkvæmt fasteignaskrá tilheyra jörðinni veiðihlunnindi í Tjarnará.

Fasteignir á jörðinni eru eftirfarandi:

Íbúðarhús á tveimur hæðum og með kjallara að hluta, nauðsynlegt er að einangra og klæða húsið.
Fjárhús með áburðarkjallara byggt árið 1968, 140,1 fm, ástand talið sæmilegt.
Hlaða byggð árið 1972, 80,2 fm, ástand talið sæmilegt.
Alifuglahús byggt árið 1959, ónýtt.
Nýbyggð skemma, 74,9 fm.

Leigugjald:  

Reglur ráðuneytisins um leigugjald má finna á heimasíðu ráðuneytisins. Í þessu tilviki miðast ársleigan við 1. gr. reglnanna, en þar stendur að grunnleigugjald skuli vera 3,25% af matsliðum í eigu ríkisins  í fasteignamati og 2% af öðrum eignum sem ekki eru í fasteignamati, en verðlagðar hafa verið í úttekt eða með sambærilegum hætti.  Einnig að afgjaldið taki breytingum í samræmi við byggingavísitölu.
Ársleigan verður skv. þessu u.þ.b. kr. 525.000.-

Áhugasamir umsækjendur fá tækifæri til að skoða hús og aðstæður á Tjörn I laugardagana 25. ágúst og 1. september nk., kl. 13-17.

Val á umsækjenda:  
Ráðuneytið tekur mið af landbúnaðarhagsmunum, eftirfarandi atriði eru metin sérstaklega:
1)  Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
2)  Starfsreynsla í landbúnaði.
3)  Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.  
Auk þessa getur ráðuneytið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.

Vakin er athygli á að liður nr. 5 á umsóknareyðublaði um „kaup á eignum fráfarandi ábúanda“, á ekki við í þessu tilviki.

Fyrirspurnir sendist á netfangið [email protected], upplýsingar eru einnig veittar í síma 545 8300.

Umsóknareyðublað um ábúð/leigu á ríkisjörð (pdf-form)

Umsóknareyðublað um ábúð/leigu á ríkisjörð
(Word-form)

Myndir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta