Minningarlundur um þá er létu lífið í hryðjuverkunum í Osló og Útey
Katrín Jakobsdóttir, tók þátt í minningarstund í reit, sem komið hefur verið upp til minningar um þá sem féllu í árásinni.
Föstudaginn 17. ágúst sl. tók Katrín Jakobsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, þátt í minningarstund og flutti ávarp við minningarlund um þá er létu lífið í hryðjuverkunum í Ósló og Útey 22. júlí 2011. Lundurinn er við jaðar friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni, skammt frá Norræna húsinu. Átta íslenskum ilmreynum og 77 birkitrjám hefur verið plantað þar. Birkitrén eru afkomendur íslenskra og norskra birkitrjáa. Reynitrén tákna Norðurlöndin fimm og sjálfstjórnarsvæðin þrjú, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Birkitrén eru eitt fyrir hvern sem lést í hryðjuverkunum. Minngarreiturinn er samstarfsverkefni Norræna félagsins, Norræna hússins, Háskóla Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur, Landmótunar sf., bókaútgáfunnar Draumsýnar og Reykjavíkurborgar.