Vegna yfirlýsinga Víglundar Þorsteinssonar
Fjármálaráðuneytinu hafa borist nokkur erindi frá Víglundi Þorsteinssyni um afhendingu samninga og gagna í tengslum við stofnun og fjármögnun Nýja-Kaupþings, nú Arionbanka.
Fjármálaráðuneytið hefur afhent þau gögn sem það hefur undir höndum og því hefur verið heimilt að afhenda.
Síðasta erindið barst 10. júlí síðastliðinn og vinnur ráðuneytið að svari við því.
Fjármálaráðuneytið hafnar því að ekki hafi verið brugðist við málaleitan Víglundar með fullnægjandi hætti. Dylgjum um að ráðuneytið, ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar hafi haft afskipti af einstökum lánum eða lánveitendum er alfarið vísað á bug.