Opinber heimsókn forsætisráðherra Danmerkur
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kemur til landsins í opinbera heimsókn mánudaginn 27. ágúst næstkomandi.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun taka á móti danska forsætisráðherranum á Þingvöllum og verður fundur þeirra haldinn í Þingvallabústaðnum.
Forseti Alþingis tekur á móti danska forsætisráðherranum síðdegis sama dag og sýnir henni húsakynni Alþingis.
Kvöldverður í boði forsætisráðherrahjóna verður í Þjóðmenningarhúsinu.
Helle Thorning-Schmidt heldur af landi brott þriðjudaginn 28. ágúst áleiðis til Grænlands.