Styrkir úr Íþróttasjóði
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
- Íþróttarannsókna.
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
- Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.
- Eyðublöð má finna á https://minarsidur.stjr.is.
- Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgengi er einungis gefið á kennitölur og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.
- Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
- Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneytið undir flipanum Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir íþróttasjóð. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því að skrá sig inn á umsóknavefinn.
- Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða tölvupósti.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2012.