Katrín Jakobsdóttir heiðursgestur Skákakademíunnar á Menningarnótt
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var heiðursgestur Skákakademíunnar sem hélt mikla hátíð á Lækjartorgi á Menningarnótt.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var heiðursgestur Skákakademíunnar sem hélt mikla hátíð á Lækjartorgi á Menningarnótt. Slegið var upp skáktjaldi á torginu og efnt til fjölmargra viðburða með þátttöku meistara, barna og ungmenna og síðast en ekki síst ótal gesta á öllum aldri. Ráðherrann dró um töfluröð á Íslandsmóti skákfélaga, en það er stærsti og fjölmennasti skákviðburður ársins. Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins þakkaði ráðherranum dyggan stuðning við uppbyggingu skákíþróttarinnar á Íslandi á sl. árum, en skákin er nú í stórsókn, ekki síst meðal yngstu kynslóðarinnar.