Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2012 Forsætisráðuneytið

Fundi forsætisráðherra Danmerkur og Íslands á Þingvöllum lokið

Forsætisráðherrar Íslands og Danmerkur á Þingvöllum
Forsætisráðherrar Íslands og Danmerkur á Þingvöllum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, við Hakið á Þingvöllum en hún kom í opinbera heimsókn til landsins á hádegi í dag. Þær héldu þaðan niður Almannagjá og að Lögbergi ásamt föruneyti undir leiðsögn Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarðar.

Að lokinni gönguferðinni héldu þær í embættisbústað forsætisráðherra á Þingvöllum þar þar sem þær settust að fundarborði ásamt embættismönnum og ráðgjöfum.

Að lokinni för til Þingvalla skoðaði Helle Thorning-Schmidt Alþingishúsið í fylgd Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingforseta, nú síðdegis.

Í kvöld heldur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og frú Jónína Leósdóttir danska forsætisráðherranum og föruneyti hennar kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu.

Helle Thorning-Schmidt heldur af landi brott áleiðis til Grænlands í fyrramálið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta