Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtök Íslands gera með sér svohljóðandi
Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtök Íslands gera með sér svohljóðandi samning
um verkefni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998 og framlög ríkisins til þeirra á árunum 2006 til 2010:
Inngangsorð
Alþjóðasamningar gera í vaxandi mæli kröfur um að styrkir til landbúnaðar teljist ekki markaðstruflandi og munu samningar um stuðning við íslenskan landbúnað taka mið af þeirri þróun. Framlög ríkisins á grundvelli eftirfarandi samnings miðast fyrst og fremst við að um sé að ræða stuðning við þróunarverkefni og önnur verkefni sem stuðla að framförum í íslenskri búvöruframleiðslu og aukinni hagkvæmni í búrekstri með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni landbúnaðar og efla hag bænda. Meðal annars skal leggja áherslu á aukna afurðasemi, innlenda fóðuröflun og fóðurnýtingu, betra starfsumhverfi bænda, sjálfbæra þróun og bætta nýtingu landgæða, aukin gæði framleiðslunnar og velferð búfjár.
I. KAFLI.
Almennt
1. gr.
Samkvæmt 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 veitir ríkissjóður fé til verkefna á sviði jarðabóta, búfjárræktar og leiðbeiningarstarfsemi, hér eftir í samningi þessum nefnd ráðgjafarþjónusta, sem og til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vegna atvinnuuppbyggingar í sveitum og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði.
Öll framlög sem ríkissjóður greiðir til ráðgjafarþjónustu, búfjárræktar og jarðabóta skal greiða til Bændasamtaka Íslands sem annast ráðstöfun þessara fjármuna samkvæmt samningi þessum.
2. gr.
Heildarfjárhæðir sem samið er um að ríkissjóður veiti til verkefna skv. 1. grein árin 2006 til 2010 eru sem hér segir í milljónum króna:
Ár | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 |
---|---|---|---|---|---|
Til ráðgjafaþjónustu | 259,7 | 258,5 | 249 | 243 | 237 |
Til búfjárræktar | 78 | 76,8 | 74 | 71 | 68 |
Til þróunarverkefna | 90 | 90 | 90 | 90 | 90 |
Til Framleiðnisj. landbúnaðarins | 160 | 157 | 160 | 160 | 160 |
Til markaðsverkefnis | 25 | 25 | 25 | 25 | 25 |
Samtals |
612,7 | 607,3 | 598 | 589 | 580 |
Auk þeirra framlaga sem samið er um í samningi þessum hefur einnig verið samið um fjármuni til sambærilegra verkefna í eftirfarandi samningum milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands um stuðning við einstakar búgreinar:
- Samningur um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000, með gildistíma frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2007.
- Aðlögunarsamningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 12. mars 2002, með gildistíma frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2011.
- Samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 10. maí 2004, með gildistíma frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012.
II. KAFLI.
Ráðgjafarþjónusta
3. gr.
Áherslur og framlög.
Ríkissjóður greiðir árlega framlög til ráðgjafarþjónustu í samræmi við markmið 17. gr. og fyrirkomulag skv. 18. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Þjónustan greinist í tvennt, landsþjónustu á vegum Bændasamtaka Íslands og héraðaþjónustu á vegum búnaðarsambanda/leiðbeiningarmiðstöðva.
Megináherslur á einstökum sviðum eru eftirfarandi:
Jarðrækt: Efling ræktunarmenningar, hagkvæm fóðuröflun með lágmarks röskun umhverfis. Viðhald framræslu og endurræktun - gras, grænfóður og korn. Markviss áburðarnotkun með tilliti til hagkvæmni og umhverfissjónarmiða, þar með talin hámarksnýting búfjáráburðar. Uppbygging landupplýsingakerfis fyrir ræktað land.
Garðyrkja - ylrækt: Gæðastýring með tilliti til hagkvæmni og lágmörkunar í notkun hjálparefna. Þróun raflýsingar, átak í framleiðniaukningu, lenging uppskerutíma, aukin fjölbreytni í ræktun.
Búfjárrækt: Aukin afurðasemi, fjölbreyttari og betri afurðir og hagkvæmari framleiðsla. Áframhaldandi þróun og nýting bestu kynbótaaðferða, stöðugt endurmat á ræktunarmarkmiðum með tilliti til óska neytenda og aukin þátttaka bænda í kynbótastarfi. Gæðastýring, nákvæmnisfóðrun og umhirða er tryggi velferð búfjárins.
Hagfræði og rekstrarráðgjöf: Átak í rekstrar- og fjármálaráðgjöf á vegum Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambanda. Þróun hjálpargagna fyrir bændur og ráðunauta til rekstrargreiningar, samanburðar og áætlanagerðar fyrir einstök bú. Áhersla lögð á þverfaglega samvinnu og tengingu við aðgerðaáætlanir í búrekstri s.s. fóður- og áburðaráætlanir.
Lífrænn/vistvænn búskapur og landnýting: Kynning og ráðgjöf um lífræna og vistvæna gæðastýringu, mat á möguleikum einstakra bænda og ráðgjöf um mismunandi valkosti. Skynsamleg landnýting og beitarstjórn eftir aðstæðum. Stuðla að líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærri þróun.
Byggingar og bútækni: Þróun og ráðgjöf um byggingu hagkvæmustu útihúsa með tilliti til kostnaðar, starfsaðstöðu og búfjárverndar. Stóraukin fræðsla um hagkvæmni mismunandi fjárfestingarkosta varðandi vélar og tæki.
Nýsköpun atvinnu, almenn atvinnuráðgjöf og nýting hlunninda: Ráðgjöf um meðferð og nýtingu á hlunnindum sem fylgja jörðum. Hagnýting valkosta í ljósi breyttra atvinnuhátta og mat á hugmyndum. Hvatning og ráðgjöf um nýsköpun og frumkvöðlastarf og nýja atvinnumöguleika á lögbýlum.
Árleg framlög ríkissjóðs til ráðgjafarþjónustu í milljónum króna verða sem hér segir:
Landsþjónusta: | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 |
---|---|---|---|---|---|
Rekstrarframlag BÍ | 123,2 | 122,6 | 119,0 | 115,0 | 111,0 |
Lífeyrishækkanir BÍ | 27,0 | 27,0 | 27,0 | 27,0 | 27,0 |
Héraðaþjónusta: | |||||
Grunnframlag-rekstur | 71,9 | 71,4 | 69,0 | 67,0 | 65,0 |
Lífeyrishækkanir | 14,0 | 14,0 | 14,0 | 14,0 | 14,0 |
Búrekstraráætlanir | 23,5 | 23,5 | 20,0 | 20,0 | 20,0 |
Samtals | 259,7 | 258,5 | 249,0 | 243,0 | 237,0 |
Ráðgjafarþjónustan skal áfram leggja áherslu á að efla gæðastýringu í búrekstri.
Undir framlög til ráðgjafarþjónustu falla framlög vegna umsjónar með verkefnum samkvæmt lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl. nr. 103/2002 og búnaðarlögum nr. 70/1998.
4. gr.
Landsþjónusta.
Landsþjónustan hefur, ásamt fagráðum, forystu um áherslur, þekkingaröflun (sí- og endurmenntun) og skipulag ráðgjafarstarfsins í landinu, veitir héraðsráðunautum upplýsingar og aðstoð og annast einstaklingsleiðbeiningar í þeim greinum, þar sem ekki er grundvöllur fyrir að veita sérhæfða ráðgjöf á vegum búnaðarsambanda / leiðbeiningarstöðva.
Samningsaðilar eru ásáttir um, að á samningstímanum skuli áfram leggja áherslu á hagfræði- og rekstrarleiðbeiningar svo og nýsköpun í atvinnuháttum til sveita. Þá skal unnið að því að koma á skipulögðu samstarfi landsráðgjafarþjónustunnar við Landbúnaðarháskóla Íslands og eftir því sem við á Hólaskóla.
Landsþjónustan sinnir eftirtöldum greinum eða fagsviðum:
Jarðrækt
Garðyrkja - ylrækt
Búfjárrækt: nautgripa-, sauðfjár-, hrossa-, svína-, alifugla-, loðdýrarækt, kynbótafræði og þróun
Ferðaþjónusta og afþreying
Búrekstur og hagfræði
Byggingar og bútækni
Sjálfbær, lífrænn/vistvænn landbúnaður og landnýting
Atvinnuþróun, nýsköpun og frumkvöðlastarf
Nýting hlunninda.
Landsráðunautar sinna störfum á skrifstofu, fylgjast með og miðla innlendum og erlendum rannsóknaniðurstöðum, svara fyrirspurnum og veita fræðslu með greinaskrifum, fundahöldum og með því að halda námskeið, auk heimsókna á leiðbeiningarmiðstöðvar og til einstakra bænda eftir ástæðum hverju sinni. Þeir veita upplýsingar til almennings og eru stjórnvöldum til ráðuneytis, hver á sínu sviði.
5. gr.
Héraðsþjónusta.
Héraðsráðunautar veita bændum ráðgjöf og fræðslu um búskap, í samræmi við þau markmið sem að framan greinir. Þeir sinna störfum á skrifstofu og standa fyrir fræðslufundum og námskeiðum, ýmist einir eða í samstarfi við Bændasamtök Íslands eða aðrar fagstofnanir. Á samningstímanum verður áfram lögð áhersla á heimsóknir til bænda og sérhæfða einstaklingsráðgjöf, sem búnaðarsambönd eða leiðbeiningarmiðstöðvar munu veita á eftirtöldum sviðum:
Jarðrækt
Nautgriparækt
Sauðfjárrækt
Hrossarækt
Landnýting
Hagfræði, rekstrargreining og áætlanir.
Landsþjónusta BÍ annast einstaklingsráðgjöf í öðrum greinum.
Framlög ríkissjóðs greiðast búnaðarsamböndum eða tilgreindum leiðbeiningarmiðstöðvum samkvæmt ákvörðunum búnaðarsambandanna.
Framlög til héraðsþjónustu verða einungis greidd til leiðbeiningamiðstöðva þar sem starfa minnst 3 ráðunautar.
6. gr.
Búrekstaráætlanir.
Markmiðstengdar búrekstraráætlanir skulu vera áhersluverkefni í ráðgjöf á vegum búnaðarsambanda og leiðbeiningarmiðstöðva á samningstímanum.
Búrekstraráætlun skal gera til 3 - 5 ára. Markmið búrekstraráætlana skulu vera skýr, tímasett og mælanleg og byggja á skriflegum samningi milli bónda og leiðbeiningarmiðstöðvar sem feli í sér þverfaglega hópvinnu ráðunauta og reglubundna eftirfylgni. Áætlunin byggi á greiningu á rekstri viðkomandi bús og taki til allra fjárfestinga og rekstrarþátta í búrekstrinum. Einnig er heimilt að skilgreina áætlanir á afmörkuðum sviðum, sem þá fást lægri framlög til. Fagráð í hagfræði skilgreini lágmarkskröfur til búrekstraráætlana sem búnaðarsambönd geta fengið framlög til.
Eftir að tími áætlunar er liðinn, er heimilt að veita lægri framlög til eftirfylgni samkvæmt sérstökum reglum sem fagráð í hagfræði setur.
7. gr.
Greiðslur.
Árleg grunnframlög til héraðsþjónustunnar samkvæmt 3. gr. greinast í eftirfarandi þætti:
- Uppbætur á lífeyri fyrrverandi starfsmanna búnaðarsambandanna. Lífreyrishækkanir skiptast þannig að 65% eru sérgreind og taka breytingum í samræmi við skuldbindingar búnaðarsambandanna við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en 35% greiðast af óskiptu grunnframlagi til rekstrar.
- Framlag til jöfnunar á aðstöðumun. Allt að 6 milljónum króna skal skipt milli þeirra leiðbeiningarmiðstöðva þar sem erfiðast er að veita bændum þjónustu sökum vegalengda og annarra náttúrulegra skilyrða. Bændasamtök Íslands ákvarða skiptinguna.
- Að lokinni ráðstöfun samkvæmt 1. og 2. tl. skal því sem óráðstafað er skipt á milli leiðbeiningarmiðstöðva, að jöfnu (50/50) í réttu hlutfalli við fjölda bænda annars vegar og álagt búnaðargjald hins vegar.
Árleg framlög vegna búrekstraráætlana greiðast til leiðbeiningarmiðstöðva eftir fjölda þátttakenda í verkefninu og umfangi verkefna.
III. KAFLI.
Búfjárrækt
8. gr.
Verkefni og framlög.
Framlög ríkisins til búfjárræktar greinast á viðfangsefni eins og hér segir í milljónum króna:
Framlög til búfjárræktar | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Kynbótaskýrsluhald | 34,1 | 33,4 | 30,6 | 28,8 | 27,8 | |
Kúasæðingar | 23,3 | 23,0 | 23,0 | 22,0 | 21,0 | |
Ræktunarstöðvar, einangrunarst. | 17,1 | 16,9 | 16,9 | 16,7 | 15,7 | |
Verndun Búfjárstofna | 3,5 | 3,5 | 3,5 | 3,5 | 3,5 | |
Samtals | 78,0 | 76,8 | 74,0 | 71,0 | 68,0 | |
Frekari sundurliðun framlaganna kemur fram í viðauka með samningnum sem skoðast sem hluti hans.
Bændasamtök Íslands ákveða nánar, í samráði við viðkomandi fagráð, skiptingu þeirra fjármuna, sem renna til framkvæmdar á kynbótaskýrsluhaldi. Enn fremur skipta Bændasamtök Íslands fjármunum til kúasæðinga milli búnaðarsambanda.
Auk ofangreindra framlaga hefur verið samið um framlög samkvæmt eftirfarandi samningum (fjárhæðir í milljónum króna):
Framlag til að efla fagmennsku í sauðfjárrækt skv. 5. gr. samnings um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000.
Greiðslur vegna kynbóta- og þróunarstarfsemi skv. 6.2 í samningi um starfskilyrði mjólkurframleiðslu frá 10. maí 2004.
a)
Ár | Fagmennska í sauðfjárrækt |
---|---|
2006 | 35 |
2007 | 35 |
b)
Verðlagsár | Kynbóta- og þróunarfé |
---|---|
2005/2006 | 100 |
2006/2007 | 99 |
2007/2008 | 98 |
2008/2009 | 97 |
2009/2010 | 96 |
2010/2011 | 95 |
2011/2012 | 94 |
a) Greiðslur verða nýttar til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni og til stuðnings átaksverkefnum á sauðfjárræktarsvæðum.
b) Greiðslur samkvæmt grein 6.2 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu. Frá og með verðlagsárinu 2005/2006 verða greidd framlög til BÍ til kynbóta og þróunarverkefna í nautgriparækt. Fjárhæðinni skulu samtökin ráðstafa í samráði við framkvæmdanefnd búvörusamninga.
IV. KAFLI.
Þróunarverkefni – jarðabætur á lögbýlum
9. gr.
Verkefni og framlög.
Ríkissjóður veitir fé til þróunarverkefna og jarðabóta sem hér segir í milljónum króna:
Ár | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Verkefnaflokkar: | ||||||||
Endurræktun v. aðlögunar að lífrænum búskap | 5 | 5 | 5 | 5 | 5 | |||
Umhverfis- og þróunarverkefni í garðyrkju/ylrækt | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | |||
Kornrækt | 13 | 13 | 13 | 13 | 13 | |||
Beitarstjórnun og landnýting | 4 | 4 | 4 | 4 | 4 | |||
Umhverfisátak í sveitum | 10 | 10 | 10 | 10 | 10 | |||
Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu | 20 | 20 | 20 | 20 | 20 | |||
Viðhald framræslu lands vegna ræktunar | 20 | 20 | 20 | 20 | 20 | |||
Kölkun túna | 10 | 10 | 10 | 10 | 10 | |||
Samtals | 90 | 90 | 90 | 90 | 90 |
Bændasamtök Íslands setja nánari reglur um verkefni sem framlög greiðast til innan hvers verkefnaflokks, upphæðir framlaga og/eða hlutfall kostnaðar sem greiddur er. Landbúnaðarráðherra staðfestir reglur þessar, sem heimilt er að endurskoða árlega.
Nú er heildarfjárhæð í umsóknum hvers árs um framlög til tiltekins verkefnaflokks hærri en samningur þessi kveður á um, og skulu þá framlög til verkefna skert hlutfallslega innan flokksins.
Nú er heildarfjárhæð í umsóknum hvers árs um framlög til einhvers þeirra verkefnaflokka, sem hér eru taldir, lægri en samningur þessi kveður á um og skal þá útdeila umframfé á því ári til annarra verkefnaflokka sem fé vantar til. Útdeiling skal miðast við að hlutfallsleg skerðing sé sem jöfnust í þeim flokkum.
Auk ofangreindra framlaga hefur verið samið um framlög samkvæmt eftirfarandi samningum (fjárhæðir í milljónum króna):
a) Framlag til fjárfestingar í lýsingarbúnaði í ylrækt og til úreldingar á gróðurhúsum skv. 3. og 4. gr. aðlögunarsamnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 12. mars 2002.
b) Óframleiðslutengdar og/eða minna markaðstruflandi greiðslur skv. gr. 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 10. maí 2004.
a)
Ár | Lýsingarbúnaður | Úrelding gróðurhúsa |
---|---|---|
2006 | 5 | 30 |
2007 | 5 | |
2008 | 5 | |
2009 | 5 | |
2010 | 5 | |
2011 | 5 |
b)
Verðlagsár | Óframleiðslutengdur stuðningur |
---|---|
2007/2008 | 49 |
2008/2009 | 97 |
2009/2010 | 144 |
2010/2011 | 190 |
2011/2012 | 282 |
a) Styrkur til kaupa og uppsetningar á lýsingarbúnaði er nemi allt að 30% af kostnaði skv. 3. gr. og úrelding gróðurhúsa skv. 4. gr., en þeir fjármunir voru veittir til 5 ára, og falla því út eftir árið 2006. Þessar fjárhæðir eru á verðlagi í febrúar 2002 og fara verðbætur eftir sérstökum reglum sbr. 7. gr. í samningnum.
b) Greiðslur samkv. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu. Um þær skal liggja fyrir samkomulag milli aðila um ráðstöfun greiðslna til óframleiðslutengdra og/eða minna markaðstruflandi stuðnings, m.a. til eflingar jarðræktar.
10. gr.
Umsóknir.
Skilyrði þess að verkefni njóti framlags eru að um það hafi verið sótt og með því mælt af viðkomandi búnaðarsambandi eða leiðbeiningarmiðstöð.
Bændasamtök Íslands auglýsa með fullnægjandi hætti og með nægilegum fyrirvara hvaða verkefni og viðfangsefni á sviði jarðabóta geta notið framlags, hver séu skilyrði þess að framlag verði veitt og annað það sem telja verður æskilegt að upplýsa væntanlega umsækjendur um, þar með talið um rétt umsækjenda og meðferð kvartana hjá samtökunum.
Umsóknum skal skilað til Bændasamtaka Íslands eða búnaðarsambands/leiðbeiningarmiðstöðvar fyrir 1. mars vegna verkefna sem fyrirhuguð eru á því ári.
Umsóknum skal svarað eigi síðar en 30. apríl, og skal koma fram í svarinu hvort fullt framlag verði veitt, eða hver verði lágmarksupphæð framlags, ef um skerðingu er að ræða samkvæmt 2. mgr.
Bændasamtök Íslands geta ákveðið fyrir einstaka verkefnaflokka, að ekki sé þörf á umsóknum, heldur nægi að tilkynning um fyrirhugaða framkvæmd berist innan frests sem auglýstur er og síðan gildi úttekt samkvæmt almennum reglum hverju sinni.
Umsóknum sem berast eftir að umsóknarfresti eða tilkynningarfresti lýkur skal vísað frá.
11. gr.
Úttektir.
Úttektir á framkvæmdum, staðfestar af viðkomandi búnaðarsambandi/ leiðbeiningarmiðstöð, skulu berast Bændasamtökum Íslands fyrir 15. nóvember og skulu framlög greidd fyrir árslok. Heimilt er Bændasamtökum Íslands að ákveða, að nægilegt sé að úttektir fari einungis fram á tilviljunarkenndu úrtaki framkvæmda, ef framlög til þeirra nema lægri upphæð en 100 þúsund kr.
Nú ganga ekki öll framlög út á grundvelli samþykktra umsókna, til dæmis vegna þess að ekki varð af framkvæmd, og skal þá ónýttu fé deilt hlutfallslega jafnt á framkvæmdir innan hvers verkefnis, þó þannig að framlag til hvers umsækjanda sé í samræmi við reglur samningsins um hámark framlags. Nú er fé enn ónýtt og skal það þá fært til næsta árs og ráðstafað til verkefna samkvæmt tillögum Bændasamtaka Íslands, sem landbúnaðarráðherra staðfestir.
V. KAFLI.
Sérstök þróunarverkefni
12. gr.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
Ríkissjóður veitir fé til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem starfar eftir lögum nr. 89/1966, með síðari breytingum, sem hér segir:
Ár | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 |
---|---|---|---|---|---|
Samtals m.kr. | 160 | 157 | 160 | 160 | 160 |
13. gr.
Markaðsverkefni.
Ríkissjóður veitir fé til markaðssetningar búvara erlendis sem hér segir:
Ár | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 |
---|---|---|---|---|---|
Samtals m.kr. | 25 | 25 | 25 | 25 | 25 |
Landbúnaðarráðherra setur nánari verklagsreglur um viðfangsefni, og stjórnun markaðsverkefnis vegna sölu og kynningar á íslenskum landbúnaðarafurðum erlendis.
VI. KAFLI.
Önnur ákvæði
14. gr.
Fjárhæðir.
Fjárhæðir í samningi þessum skulu haldast óbreyttar út samningstímabilið, sbr. þó ákvæði 19. gr. um endurskoðun samnings þessa.
15. gr.
Gjaldtaka vegna veittrar þjónustu til notenda.
Bændasamtök Íslands og aðrir aðilar sem fara með verkefni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998, geta tekið gjald fyrir þá þjónustu sem þau veita á grundvelli þessa samnings, sbr. heimild til slíkrar gjaldtöku í 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 og samkvæmt gjaldskrám sem landbúnaðarráðherra staðfestir.
16. gr.
Ábyrgð.
Fjárhagsleg ábyrgð ríkisins vegna samningsins takmarkast við þær fjárhæðir sem eru tilgreindar í samningi þessum. Bændasamtök Íslands, búnaðarsambönd eða leiðbeiningarmiðstöðvar, eftir því sem við á, bera alla ábyrgð á framkvæmd samningsins gagnvart þeim sem fá framlög á grundvelli hans.
Við meðferð mála ber starfsmönnum Bændasamtaka Íslands að gæta hæfisákvæða 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
17. gr.
Eftirlit með samningi.
Landbúnaðarráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd samningsins. Bændasamtök Íslands skulu tilkynna landbúnaðarráðuneytinu hver fari með yfirstjórn framkvæmdar samningsins fyrir hönd samtakanna.
Landbúnaðarráðuneytið skal hafa aðgang að öllum upplýsingum sem Bændasamtök Íslands skrá vegna framkvæmdar samningsins. Bændasamtökum Íslands ber að skrá hverjir eru viðtakendur framlaga sem þau ráðstafa á grundvelli samningsins, fjárhæð framlaga, verkefna sem framlög renna til og dagsetningu greiðslna. Bændasamtök Íslands skulu skrá sérstaklega formlegar kvartanir sem þeim berast vegna framkvæmdar samningsins og ennfremur hvaða meðferð kvartanir fá hjá samtökunum.
Bændasamtök Íslands skila árlega yfirliti til landbúnaðarráðuneytis um heildarfjárhæðir greiddra framlaga og skulu fjárhæðir vera sundurgreindar á milli verkefna eða viðfangsefna sem framlags geta notið.
Bændasamtök Íslands halda fjárreiðum sem samningur þessi nær til aðgreindum í ársreikningi frá annarri starfsemi sinni.
Bændasamtök Íslands skila landbúnaðarráðuneytinu ársreikningi sem færður er í samræmi við lög um ársreikninga nr. 144/1994, með síðari breytingum.
Samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997 hefur Ríkisendurskoðun heimild til eftirlits með framkvæmd samnings þessa.
18. gr.
Meðferð ágreinings og beiting viðurlaga.
Vanefni Bændasamtök Íslands samningsbundnar skyldur sínar er heimilt að stöðva greiðslur tímabundið, enda hafi samningsaðilar fjallað um vanefndir þær sem um ræðir. Telji ráðherrar landbúnaðar og fjármála að vanefndir séu staðreyndar skal veita Bændasamtökum Íslands hæfilegan frest til úrbóta áður en ákvörðun er tekin um að stöðva greiðslur.
Komi til ágreinings milli samningsaðila vegna samnings þessa, skal skipuð sáttanefnd sem tekur ákvarðanir um lausn ágreiningsmála. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa frá landbúnaðarráðuneyti, einum frá fjármálaráðuneyti og tveimur frá Bændasamtökum Íslands. Hver aðili um sig ber kostnað af sínum fulltrúum. Rísi mál út af samningi þessum skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
19. gr.
Gildistími og endurskoðun.
Samningur þessi tekur gildi 1. janúar 2006 og gildir til 31. desember árið 2010. Samningurinn kemur til endurskoðunar að tveimur árum liðnum og framlengist um tvö ár.
Framlög til ráðgjafaþjónustu og búfjárræktar miðast við launavísitölu Hagstofu Íslands, 262,9 stig í mars 2005 og leiðréttast árleg framlög samkvæmt breytingum hennar til ársloka 2007. Frá 1. janúar 2008 breytast þessi framlög samkvæmt þróun vísitölu neysluverðs. Framlög vegna lífeyrisskuldbindinga verða leiðrétt í samræmi við greiðslur vegna skuldbindinga Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambanda vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna þeirra.
Samningur þessi er gerður í þremur samhljóða eintökum eitt frumrit skal vera í vörslu Bændasamtaka Íslands, eitt í vörslu landbúnaðarráðuneytisins og eitt í vörslu fjármálaráðuneytisins.
Ákvæði til bráðabirgða.
a) Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. 19. gr. gildir ákvæði 7. gr. um greiðslur framlaga til héraðsþjónustunnar fyrir árið 2005.
b) Aðilar eru sammála um að af eftirstöðvum fjár til þróunar og jarðabóta, frá fyrri samningi, að fjárhæð u.þ.b. 63 m.kr. verði varið allt að 8 m.kr. til kornræktar á árinu 2005, en það ár hækki framlag til kornræktar úr 35 þús. kr. í 40 þús. kr. á býli. Auk þess er heimilt að greiða Framleiðnisjóði landbúnaðarins 4 m.kr. til að styrkja félög bænda til kaupa á kornþurrkunarbúnaði, gegn því að sjóðurinn leggi fram jafnháa fjárhæð.
Bændasamtök Íslands ákveða frekari ráðstöfun eftirstöðva í samráði við landbúnaðarráðherra, en á árinu 2006 skal sérstaklega horft til kornræktar, umhverfisátaks í sveitum og verkefna tengdum búfjárhaldi og vinnuaðstöðu.
c) Hámarksframlag skv. lið 2-f í 11. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998 og framlög ríkisins til þeirra á árinu 2003-2007, frá 6. mars 2002 verði 400 þús. kr. á árinu 2005.
Reykjavík, 17. maí 2005.
F.h. Bændasamtaka Íslands
Guðni Ágústsson,
Haraldur Benediktsson landbúnaðarráðherra
Gunnar Sæmundsson Geir H. Haarde,
fjármálaráðherra
Sigurgeir Þorgeirsson
Viðauki
Kynbótaskýrsluhald | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Uppgjör kynbótaskýrslna | 10,0 | 10,0 | 10,0 | 9,5 | 9,5 | |
Framkvæmd skýrsluhalds, söfnun skýrslna, umsjón, eyðublöð sendingarkostnaður, forritun o.fl. | ||||||
Sauðfjárrækt | 7,5 | 7,4 | 6,6 | 6,0 | 6,0 | |
Nautgriparækt | 7,5 | 7,4 | 6,6 | 6,0 | 6,0 | |
Hrossarækt | 6,0 | 5,5 | 5,1 | 5,0 | 5,0 | |
- World-Fengur | 1,8 | 1,8 | 1,0 | 1,0 | 0,0 | |
Svínarækt | 0,5 | 0,5 | 0,5 | 0,5 | 0,5 | |
Loðdýrarækt | 0,8 | 0,8 | 0,8 | 0,8 | 0,8 | |
34,1 | 33,4 | 30,6 | 28,8 | 27,8 | ||
Kúasæðingar | ||||||
Jöfnun flutningskostnaðar | 5,0 | 5,0 | 5,0 | 5,0 | 5,0 | |
Rekstarframlag | 18,3 | 18,0 | 18,0 | 17,0 | 16,0 | |
23,3 | 23,0 | 23,0 | 22,0 | 21,0 | ||
Ræktunarstöðvar, einangrunarst. | ||||||
Nautastöð BÍ | 6,8 | 6,6 | 6,6 | 6,4 | 5,4 | |
Innflutt loðdýra | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | |
Sauðfjársæðingastöðvar | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | |
Einangrunarstöð Svínar.fél.Íslands | 3,4 | 3,4 | 3,4 | 3,4 | 3,4 | |
Stofnungi | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | 2,3 | |
17,1 | 16,9 | 16,9 | 16,7 | 15,7 | ||
Verndun Búfjárstofna | ||||||
Verndun búfjárstofna,erfðanefnd búfjár | 3,5 | 3,5 | 3,5 | 3,5 | 3,5 | |
Samtals | 78,0 | 76,8 | 74,0 | 71,0 | 68,0 |