Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Börn í Dalskóla í Reykjavík unnu til verðlauna í alþjóðlegri myndlistarsamkeppni í Ungverjalandi

Börnin unnu verkin í samvinnu við Hildi Yeoman fatahönnuð og kennara í Listaháskóla Íslands
Born-i-Dalskola-i-Reykjavik
Born-i-Dalskola-i-Reykjavik
Börn í Dalskóla í Reykjavík sendu myndir í alþjóðlega myndlistarsamkeppni, sem barnamenningarhús í Ungverjalandi stendur fyrir árlega og hefur gert í 20 ár. Sendiherra  Íslands muni taka við verðlaununum í Ungverjalandi fyrir hönd barnanna.  

 

Börnin unnu verkin í samvinnu við Hildi Yeoman fatahönnuð og kennara í Listaháskóla Íslands. Það var Edda Ýr Garðarsdóttir myndlistakennari í Dalskóla sem leiddi starfið. Verkin voru unnin undir yfirheitinu „ ‚Í hita leiksins“ , sem var 6 vikna menningarsmiðja, sem fór fram í skólanum á síðasta vetri og voru allar listgreinar leiddar saman.

Í verðlaunavinnunni  var leitast við að brjóta upp hefðbundnar hugmyndir barna  um búninga  úr bíómynda- og teiknimyndaheiminum. Náttúran var nýtt sem kveikja ásamt búningum ýmissa þjóðarbrota og voru vinnuaðferðir og skapandi nálgun Hildar Yeoman á viðfangsefninu mikil uppspretta fyrir nemendurna og ekki síður fyrir Dalskóla.

Hér að neðan eru myndir af Emilíu Þórnýju Ólafsdóttur, Haraldi Jóhanni Gunnarssyni, Hrönn Júlíu Stefánsdóttur og Kötlu Sigurðardóttur.

5Born-i-Dalskola-i-Reykjavi4Born-i-Dalskola-i-Reykjavi3Born-i-Dalskola-i-Reykjavi2Born-i-Dalskola-i-Reykjavi

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta