Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Öflugt mennta- og menningarstarf

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti mennta- og menningarstofnanir á Austurlandi og Suðurlandi 

Öflugt mennta- og menningarstarf
Öflugt mennta- og menningarstarf

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gerði víðreist um Austurland og Suðurland á ferð sinni á dögunum. Fyrst var Listasmiðjan á Stöðvarfirði heimsótt og þar var kynnt verkefnið HERE, sem er sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Þar er ungt listafólk að byggja upp lista- og sköpunarmiðstöð í gömlu frystihúsi og kynnti það ráðherra undirbúning að öflugri starfsemi á menningarsviðinu í framtíðinni.

Þá var haldið á Breiðdalsvík og Breiðdalssetur skoðað en áform eru uppi um að byggja þar upp aðstöðu fyrir vísindamenn og háskólanema. Setrið er staðsett í fallegu endurbyggðu húsi kaupfélagsins á staðnum og þar er hafin áhugaverð vísindastarfsemi, m.a. á sviði jarðfræði Austurlands.

Þaðan var haldið í Löngubúð á Djúpavogi, sem m.a. hýsir Ríkarðssafn, Eysteinsstofu og byggðasafn staðarins. Ráðherra voru kynntar fyrirætlanir um frekari uppbyggingu á Ríkarðssafni og drög að nýrri byggingu fyrir safnið á fallegum stað við höfnina.

Að því loknu var farið í Þórbergssetur í Suðursveit og undirritaður samningur um áframhald á samstarfi ráðuneytisins við setrið og sýningin skoðuð.

Kirkjubæjarstofa var næst á dagskrá og þar var ráðherra m.a. kynnt áform um uppbyggingu á nýju þekkingarsetri, sem ætlað er að hýsa starfsemi Kirkjubæjarstofu, skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarða og nýtt Errósetur. Skoðaðar voru fyrstu teikningar að byggingu setursins, sem ætlaður er staður á bökkum Skaftár.

Á Sandhóli í Meðallandi, sem er skógræktarbýli sem komið hefur verið á fót í samvinnu við Suðurlandsskóga, gróðursetti ráðherra rauðgreni, sem nemendur Ártúnsskóla gáfu í tilefni af „Lesið í skóginn“ verkefninu árið 2011. Þetta tré var ræktað af fræjum Oslóartrés sem prýddi Austurvöll fyrir jólin fyrir nokkrum árum.

Á heimleið kom ráðherra við í Félagsheimilinu, Efri-ey sem er fyrrum grunnskóli í Meðallandinu. Þar er verið að endurnýja húsið og huga að uppbyggingu safns um skólahaldið í sveitinni. 

Öflugt mennta- og menningarstarfÖflugt mennta- og menningarstarf

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta