Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneyti tekur til starfa

Fjármála- og efnahagsráðuneyti tekur til starfa 1. september í samræmi við boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Hið nýja ráðuneyti sinnir  verkefnum sem fjármálaráðuneyti hefur haft með höndum, en tekur jafnframt að sér ný verkefni. Efnahagsmál, málefni Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands verða undir stjórn hins nýja fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þessi mál voru áður á könnu efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Þá mun fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa umsjón með umsýslu jarðeigna ríkisins og Jarðasjóði. Einungis er um að ræða eignaumsýslu jarðeigna ríkisins en ekki ákvarðanir um landbúnaðarnot eða ráðstöfun eða skipulag annarra jarða, né heldur lagasetningu jarðalaga eða ábúðarlaga. Þau verkefni verða á ábyrgðarsviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið skiptist í fimm skrifstofur og tvö svið.   Skrifstofurnar eru efnahagsskrifstofa, fjárlagaskrifstofa, fjárreiðu- og eignaskrifstofa,  starfsmannaskrifstofa og tekju- og skattaskrifstofa. Sviðin eru lögfræðisvið og rekstrar- og upplýsingasvið.

Í haust verður unnið að endurskoðun á skipulagi ráðuneytisins. Þess er vænst að nýtt skipurit fjármála- og efnahagsráðuneytisins verði staðfest fyrir áramót.

Starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru eftir breytingarnar um 85 talsins.

Fjármála- og efnahagsráðherra er Oddný G. Harðardóttir. Aðstoðarmaður hennar er Gunnar Tryggvason.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið er til húsa í Arnarhvoli við Lindargötu.

Skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta