Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölmenni á málþingi um skólamál

Meira en 400 manns taka þátt í málþingi um grunnþætti í skólastarfi
Fjölmenni á málþingi um skólamál
Fjölmenni á málþingi um skólamál

Mikill áhugi og góð þátttaka er á málþingi, sem  nú stendur yfir í Flensborgarskóla í Hafnarfirði á vegum mennta- og menningarmálaráðuneyti s í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. Það hófst kl. 13.30  með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og á eftir því voru flutt fjögur inngangserindi um innleiðingu grunnþáttanna og í lokin verða málstofur. Um breyttar áherslur í menntamálum og sagði ráðherra m.a. í ávarpi sínu: „Áherslan á hæfni nemenda er í takt við breyttar áherslur í menntamálum víðs vegar um heiminn. Hún segir okkur að það er ekki nóg að einblína á hvaða námsgreinar eru kenndar eða hvað nemendum er kennt innan hverrar námsgreinar; heldur hvernig þeir geta nýtt þekkingu sína og leikni, yfirfært og tengt hana við daglegt líf, störf og kröfur næsta skólastigs. Markmið með námi í skólum snýst þannig ekki einungis um að öðlast aukna þekkingu, leikni og hæfni í mismunandi námsgreinum heldur að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, gera þá læsa á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru, þannig að þeir búi yfir framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa“.

Fjölmiðladeild Flensborgar sér um að senda út beint frá málþinginu á vef deildarinnar gaflari.is. Næstu daga á eftir verður svo að finna á  vefnum viðtöl og fréttir tengdar málþinginu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta