Kristinn F. Árnason, sendiherra, tekur við stöðu framkvæmdastjóra EFTA
Á morgun, 1. september 2012, mun Kristinn F. Árnason, sendiherra, taka við stöðu framkvæmdastjóra EFTA, líkt og ákveðið var á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í Genf hinn 14. nóvember 2011.
Kristinn er fæddur árið 1954. Hann útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og er með LL.M gráðu í alþjóðaviðskiptalögfræði. Hann hóf störf fyrir íslensku utanríkisþjónustuna árið 1985 og á að baki langan og farsælan starfsferil. Kristinn gegndi áður m.a. stöðu sendiherra og fastafulltrúa Íslands í Genf frá árinu 2005 til 1. september 2012, og stöðu sendiherra Íslands í Osló í Noregi frá 1999 til 2003, auk annarra starfa.