„Göngum í skólann“ 2012
Í ár tekur Ísland þátt í sjötta skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann verkefnið í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 5. september og lýkur á alþjóðlega deginum 3. október n.k.
Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Þá er hvatt til þess að börn fá kennslu um öryggi á göngu og á hjóli. Annað markmið er að draga úr umferð við skóla, þ.e. umferðarþunga, mengun og hraðakstri og stuðla þannig að betra og hreinna loft ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfum. Þá er einnig ætlunin að stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landlæknir, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli stand að verkefninu. Vefsíða þess er www.gongumiskolann.is.