Samningafundur um makríl í London
Í dag fóru fram í London viðræður milli Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins um makríl. Fundurinn var að hluta sameiginlegur með aðild allra fjögurra en að hluta í formi þríhliða viðræðna Íslands, Noregs og Evrópusambandsins og hins vegar Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins.
Í lok fundarins komu viðræðuaðilar sér saman um eftirfarandi yfirlýsingu:
1) Viðræður um kvótaskiptingu leiddu ekki til niðurstöðu. Of mikið ber enn á milli viðræðuaðila.
2) Aðilar eru sammála um að samningsumleitanir haldi áfram á reglubundnum haustfundi strandríkjanna.
3) Viðræðuaðilarnir eru sammála um mikilvægi þess að virða vísindalega ráðgjöf.
Fréttina má einnig sjá á ensku síðunni.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. september 2012.