7. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga
- Fundarstaður: Velferðarráðuneytið – Verið – 3. hæð.
- Fundartími: Fimmtudagur 6. september 2012, kl. 14:00 – 15:30
Nefndarmenn:
- Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
- Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
- Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
- Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
- Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
- Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
- Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
- Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti
Fjarverandi:
- Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara,
- Ellý Alda Þorsteinsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra,
- Stefanía Traustadóttir, tiln. af innanríkisráðuneyti
Aðrir fundarmenn: Sigurður Helgason, ráðgjafi, Hermann Bjarnason og Einar Njálsson.
Fundarefni
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerðin var samþykkt
2. Könnun á högum og líðan eldri borgara – staða viðræðna við Capacent
Kynntar viðræður við Capacent um könnunina. Umræða var lífleg og ýmsar góðar ábendingar komu fram. Einnig var lýst efasemdum um að samanburðarkönnun við kannanir 1999 og 2006 gagnaðist í upplýsingaöflun vegna yfirfærslunnar. Framkvæmdahópurinn vinnur áfram að málinu.
3. Rafrænt hópvinnusvæði – hlutverk og notkun.
Hópvinnusvæðið var kynnt og opnað formlega. Notendur hafa fengið aðgangsorð og upplýsingar um notkun svæðisins. Kontaktaðili í ráðuneytinu er Jóhanna Hreinsdóttir.
4. Starf sérfræðiteyma.
Eftirtalin fimm sérfræðiteymi hafa tekið til starfa:
Verkefni: | 1. Umfang og kostnaður núverandi þjónustu |
Markmið: |
· Að fá yfirsýn yfir þjónustuþætti og umfang þjónustunnar, þ.e. fjölda rýma og þjónustuþega · Að fá yfirsýn yfir núverandi kostnað þjónustunnar |
Verkþættir: |
· Skilgreining þjónustuþátta · Kortlagning öldrunarþjónustu og umfangs hennar · Mat á kostnaði öldrunarþjónustu á grunni fjárveitinga · Mat á kostnaði öldrunarþjónustu á grunni rekstrarniðurstöðu · Mat á kostnaði heimahjúkrunar · Samanburður umfangs þjónustu og kostnaðar eftir landssvæðum (þjónustusvæðum) |
Unnið af: | · Velferðarráðuneytið, sveitarfélög, Landssamband eldri borgara og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, ásamt ráðgjafa |
Tímarammi: | · Ágúst 2012 |
Sérfræðiteymi |
· Hermann Bjarnason, VEL, formaður · Bryndís Þorvaldsdóttir VEL · Eyjólfur Eysteinsson, LEB · Harpa Gunnarsdóttir, SFV · Gunnlaugur Júlíusson, Sambandið · Guðmundur Rúnar Árnason, Sambandið · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Verkefni: | 2. Þörf fyrir öldrunarþjónustu |
Markmið: |
· Að fyrir liggi viðmiðanir um þörf fyrir öldrunarþjónustu á öllum stigum eftir aldursflokkum, tímalengd o.fl. · Að lagt sé mat á hvaða úrræði svara til þarfanna · Að samhæft mælitæki leggi mat á þjónustuþörf allra þeirra sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda |
Verkþættir: |
· Greining á þörf fyrir ólíka þjónustuþætti · Þróun reiknilíkans um þörf á framboði þjónustu sem tekur mið af og lýsir aldurssamsetningu íbúa · Notkun RAI mælitækisins · Áætlun um innleiðingu InterRAI mælitækis á landsvísu · Tengsl RAI mats, vistunarmats og aðgangsstýringar þjónustuþátta · Fyrirkomulag stjórnunar, samhæfingar og eftirlits með mati |
Unnið af: | · Velferðarráðuneyti, sveitarfélögum og RAI-matsnefnd |
Tímarammi: | · Greining og tillögur nóvember 2012 |
Sérfræðiteymi |
· Bryndís Þorvaldsdóttir, VEL, formaður · Hermann Bjarnason, VEL · Sigrún Ingvarsdóttir, Sambandið · Brit Bieltvedt, Sambandið · Berglind Magnúsdóttir, RAI · Ingibjörg Hjaltadóttir, RAI · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Verkefni: | 3. Greiðslur aldraðra |
Markmið: |
· Að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og að greiðslur komi beint frá þeim að hluta eða öllu leyti · Að forsendur og grundvöllur greiðsluþátttöku verði gagnsæ |
Verkþættir: |
· Mat á kostnaði þeirrar þjónustu sem aldraðir greiða fyrir · Viðmið um þá þjónustuþætti sem aldraðir greiða fyrir · Valfrelsi íbúa · Endurskoðun á fyrirkomulagi greiðsluþátttöku aldraðra · Mat á áhrifum með tilliti til lífeyrisgreiðslna TR, greiðslna lífeyrissjóða, fjármagnstekna, opinberra niðurgreiðslna og skattkerfisins · Nauðsynlegar lagabreytingar |
Unnið af: | · Velferðarráðuneytið, sveitarfélög, Landssamband eldri borgara og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, í samstarfi við starfshóp um endurskoðun almannatryggingalaga og aðra aðila sem tengjast málefninu |
Tímarammi: | · Greining og tillögur nóvember 2012 |
Sérfræðiteymi |
· Bolli Þór Bollason, VEL, formaður · Gísli Páll Pálsson, SFV · Unnar Stefánsson, FEB · Brit Bieltvedt, Sambandið · Unnur V. Ingólfsdóttir, Sambandið · Hermann Bjarnason, VEL · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Verkefni: | 4. Fyrirkomulag og fjármögnun fasteigna |
Markmið: |
· Að fasteignakostnaður verði gagnsær · Að stuðla að hagkvæmri og réttlátri fjármögnun fasteigna |
Verkþættir: |
· Upplýsingasöfnun um fasteignir · Mat á samsetningu fjármögnunar núverandi fasteigna · Mat á eignarhaldskostnaði fasteigna · Greining á þörf fyrir endurbætur núverandi fasteigna · Aðgreining samninga um þjónustu og fasteignir · Fjármögnun og endurgjald vegna fasteigna · Hlutur íbúa í greiðslu fasteignakostnaðar |
Unnið af: | · Velferðarráðuneyti, sveitarfélögum, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, ásamt ráðgjafa |
Tímarammi: | · Greining og tillögur nóvember 2012 |
Sérfræðiteymi |
· Einar Njálsson, VEL, formaður · Júlíus Rafnsson, SFV · Hafsteinn S. Hafsteinsson, fjármálaráðuneyti · Guðni Geir Einarsson, Jöfnunarsjóður · Tryggvi Þórhallsson, Sambandið · Hörður Hilmarsson, Sambandið · Leifur Benediksson, VEL · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Verkefni: | 7. Samningar við sjálfstæða aðila |
Markmið: | · Að fyrir liggi samningar við sjálfstæða aðila sem taki gildi fyrir tilfærslu og gildi í 2-3 ár eftir hana |
Verkþættir: |
· Greining á fyrirliggjandi samningum og kröfulýsingu · Mótun rammasamnings · Ákvæði um fyrirkomulag fasteignamála · Greining á mögulegri sérstöðu einstakra aðila · Samhengi greiðslna skv. samningum og samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tilfærsluna |
Unnið af: | · Samningahópum ríkis (velferðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti) og sveitarfélaga annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hins vegar, ásamt ráðgjafa |
Tímarammi: | · Maí 2013 |
Sérfræðiteymi |
· Bolli Þór Bollason, VEL, formaður · Hermann Bjarnason, VEL · Sigríður Jónsdóttir, VEL · Helga Jóna Benediktsdóttir, Sambandið · Guðríður Guðmundsdóttir, Sambandið · Pétur Magnússon, SFV · Jóhann Árnason, SFV · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Búið er að skipa í eftirtalin tvö teymi til viðbótar. Þau munu hefja störf innan tíðar:
Verkefni: | 5. Undirbúningur lagabreytinga |
Markmið: | · Að fyrirliggi greining á nauðsynlegum lagabreytingum og drög að frumvörpum |
Verkþættir: |
· Greining á núverandi löggjöf · Kortlagning á nauðsynlegum lagabreytingum vegna tilfærslunnar · Mat á kostum og göllum þess að færa lög um málefni aldraða inn í almenna löggjöf · Forsendur lagabreytinga · Drög að lagafrumvörpum |
Unnið af: | · Velferðarráðuneyti, sveitarfélög og Landssamband eldri borgara. |
Tímarammi: | · Greining og tillögur, nóvember 2012 |
Sérfræðiteymi |
· Guðríður Þorsteinsdóttir, VEL, formaður · Ágúst Þór Sigurðsson, VEL · Bryndís Þorvaldsdóttir, VEL · Stefanía Traustadóttir, IRR · Guðjón Bragason, Sambandið · Tryggvi Þórhallsson, Sambandið · Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, LEB |
Verkefni: | 8. Gæði og eftirlit með öldrunarþjónustu |
Markmið: | · Að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar |
Verkþættir: |
· Viðmið um hvaða þjónustuþættir eru í boði · Samræming og samþætting þjónustu · Þróun sívirks gæða- og öryggiskerfis á landsvísu · Mótun þjónustu- og gæðastaðla og árangursmats · Efla eftirlits- og matskerfi öldrunarþjónustunnar |
Unnið af: | · Velferðarráðuneyti, sveitarfélög og utanaðkomandi sérfræðingar |
Tímarammi: | · Maí 2013 |
Sérfræðiteymi |
· Guðrún Sigurjónsdóttir, VEL, formaður · Sigríður Jónsdóttir, VEL · Gyða Hjartardóttir, Sambandið · Árdís Hulda Eiríksdóttir, SFV · Ragnheiður Stephensen, LEB · Ingibjörg Hjaltadóttir, VEL/LSH · Sigurður H. Helgason, ráðgjafi |
Þá standa útaf: Verkefni 6 – Heildstætt kostnaðarmat, Verkefni 9 – Tekjutilfærsla og jöfnunaraðgerðir og Verkefni 10 – Starfsmannamál. Ekki er tímabært að setja verkefni um heildstætt kostnaðarmat og tekjutilfærslu af stað en vakin var athygli á því á fundinum að nauðsynlegt væri að setja verkefnahóp um starfsmannamál af stað sem fyrst.
5. Minnisblað um ágreining varðandi uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Minnisblaðið var lagt fram til kynningar.
6. Næsti fundur.
Næsti fundur ákveðinn fimmtudginn 11.10.2012, kl. 14:00 – 15:30
Fundi lauk kl. 15:45/ Einar Njálsson ritaði fundargerð.