Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð fyrir vísindasamstarf um norðurslóðir
Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2011 um samstarf á sviði norðurslóðafræða m.a. stofnun gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum, styrki til nemendaskipta og styrktarsjóð fyrir vísindasamstarf um norðurslóðir.
Nú eru auglýstir til umsóknar styrkir fyrir einstaklinga eða hópa til þátttöku í vísindaráðstefnum og/eða sameiginlegum fundum í Noregi eða á Íslandi. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins heldur utan um sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október nk.
Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Arctic Studies