Hoppa yfir valmynd
6. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra hvetur til aukinnar pólitískrar samvinnu milli norðurskautsríkja

Utanríkisráðherra flytur ávarp á ráðstefnu þingmanna norðurskautsríkjanna
Utanríkisráðherra flytur ávarp á ráðstefnu þingmanna norðurskautsríkjanna

Utanríkisráðherra flutti í gær opnunarávarp á fjölmennri ráðstefnu þingmanna frá norðurskautsríkjunum átta og Evrópuþinginu (CPAR).

Í ræðunni hvatti hann til aukins pólitísks samstarfs og hagnýtra verkefna milli ríkja á norðurskautsvæðinu s.s. á sviði umhverfismála og um leit og björgun. Þá kom fram í máli ráðherra að samstarf ríkjanna væri að stóreflast en mikilvægt væri að treysta böndin enn frekar, ekki síst á vettvangi Norðurskautsráðsins, svo hægt verði að mæta hraðfara áhrifum loftslagsbreytinga, aukinna siglinga og auðlindanýtingu.

Megin viðfangsefni ráðstefnunnar, sem hófst í gær og lýkur á morgun, er stjórnmálaþróun og framtíðarskipulag norðurheimskautssvæðisins.

Ræðu ráðherra má lesa hér (á ensku)
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu CPAR

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta