Hoppa yfir valmynd
7. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs á Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna

Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kassym-Jomart Tokayev, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf
Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kassym-Jomart Tokayev, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf

Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti Kassym-Jomart Tokayev, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf, trúnaðarbréf þann 5. september sl.

Fastanefnd Íslands í Genf fer með fyrirsvar Íslands innan Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), gagnvart Alþjóðaviðskipastofnuninni (WTO), Sameinuðu þjóðunum og undirstofnunum þeirra, og Alþjóðarauðakrossinum (ICRC), auk annarra alþjóðastofnana í Genf, svo sem Alþjóðaheilbrigðis-stofnuninni (WHO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóða- hugverkaréttarstofnuninni (WIPO). Fastanefndin er auk þess sendiráð Íslands gagnvart Liechtenstein.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta