Borghildur Erlingsdóttir skipuð forstjóri Einkaleyfastofu
Borghildur Erlingsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Einkaleyfastofu til fimm ára.
Borghildur er með meistaragráðu frá Stanford Law School á sviði hugverkaréttar og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Einkaleyfastofu frá árinu 1997, m.a. sem deildarstjóri vörumerkja- og hönnunardeildar, sviðsstjóri lögfræðisviðs, yfirlögfræðingur stofnunarinnar og nú síðast sem settur forstjóri.