Hoppa yfir valmynd
11. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kostnaður og stuðningur við nemendur á háskólastigi í Evrópu

Skýrsla frá Eurydice með upplýsingum og samanburði á skólagjöldum, námskostnaði og stuðningi við nemendur í 29 Evrópuríkjum

Námskostnaður nemenda á háskólastigi er mjög mismunandi í þeim ríkjum, sem tóku þátt í könnuninni og er þá átt við skólagjöld, innritunargjöld og önnur gjöld, sem nemendur þurfa að greiða til að geta stundað nám. Að sama skapi er mjög mismunandi hvernig stuðningi við nemendur er háttað. Í sumum ríkjum eru veitt námslán, annars staðar eru veittir styrkir og sums staðar er stuðningur með öðru móti eða enginn. Í skýrslunni er leitast við að setja upplýsingar fram með þeim hætti að hægt sé að bera saman milli ríkja. Í sumum tilvikum eru mismunandi kerfi innan sama ríkis, t.d. í Belgíu og Bretlandi. Einungis er fjallað um opinbera skóla eða skóla sem reknir eru með ríkisstyrkjum og ekki er fjallað um nám á þriðja stigi háskólanáms.

Sjá skýrsluna: NATIONAL STUDENT FEE AND SUPPORT SYSTEMS, 2011/12

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta