Lífskjör við N-Atlantshafið
Norræna Atlantssamstarfið - NORA býður til ráðstefnu á Hotel Hilton Reykjavík Nordica dagana 7.-8. nóvember n.k.
Yfirskrift ráðstefnunnar er NORDIC WELFARE: THE NORTH ATLANTIC WAY.
Ráðstefnan fer fram á ensku og skandinavísku og er túlkun í boði.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá þátttöku: http://www.nora.fo/nrc2012/
Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru fjölþjóðleg samtök sem falla undir Norrænu ráðherranefndina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er tengiliður NORA á Íslandi en starfssvæðið nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. NORA er ætlað að styrkja samstarf á svæðinu og er það meðal annars gert með því að styðja við samvinnu milli fyrirtækja í atvinnurekstri og rannsókna- og þróunarsamtaka þvert á landamæri.