Hoppa yfir valmynd
13. september 2012 Matvælaráðuneytið

Greinargerð trúnaðarmannahóps um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

 

Trúnaðarmannahópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna hefur skilað af sér greinargerð um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. 
Hinn 18. júní 2012 undirrituðu formenn stjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, yfirlýsingu um afgreiðslu/meðferð sjávarútvegsfrumvarpa. Í yfirlýsingunni kemur eftirfarandi m.a. fram: „Trúnaðarmannahópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem að undanförnu hefur unnið með frumvarp um stjórn fiskveiða mun halda þeirri vinnu áfram og ljúka störfum með samantekt eða greinargerð. Hann mun byggja á þeim grunni, þ. á m. þeim hugmyndum um breytingar sem fyrir lágu þegar hlé varð á störfum hans í júní, sbr. eins og rakið er nánar í fylgiskjali. Jafnframt skal við þá vinnu hafa til hliðsjónar samspil upphæðar veiðigjalda og útfærslu á stjórn fiskveiða með það að markmiði að tryggja stöðugt lagaumhverfi fyrir stjórn fiskveiða til framtíðar. Náist samkomulag á þessum vettvangi mun það verða lagt til grundvallar framlagningu frumvarps um stjórn fiskveiða af hálfu stjórnarflokkanna á nýju þingi næsta haust.“

Hópurinn hefur nú skilað af sér greinargerð í samræmi við þessa yfirlýsingu.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta