Veiðigjaldsnefnd skipuð
Í samræmi við lög nr. 74/2012 hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipað veiðigjaldsnefnd en samkvæmt 9. gr. laganna skal hún skal ákvarða sérstakt veiðigjald. Formaður nefndarinnar er Arndís Á. Steinþórsdóttir, hagfræðingur og með henni í nefndinni eru þeir Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og Jóhann Sigurjónsson, viðskiptafræðingur. Varamenn eru þau Stefán Már Gunnlaugsson, dósent, Emil Thorarensen, útgerðarstjóri og Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur.
Nefndin nýtur sjálfstæðis í störfum og ber frumkvæðisskyldu eftir því sem nánar greinir í lögunum. Tekið er fram að nefndin skuli eiga víðtækt samstarf, m.a. við sérfræðinga og fagaðila á sviði útgerðar og fiskvinnslu, auk þess að gæta lögskylds samráðs við þingmannanefnd.