Samkomulag milli Íslands og Grænlands um veiðar og veiðistjórnun á grálúðu
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Ane Hansen sjávarútvegsráðherra Grænlands undirrituðu í Narssarsuaq í gær samning um stjórn grálúðuveiða á hafinu milli landanna. Samningaviðræður hafa staðið um nokkurt skeið og er kvóti næstu tveggja ára fastsettur og eiga Íslendingar tilkall til 60% kvótans en Grænlendingar 40%.
Á árinu 2013 er kvótinn 26 þús. tonn en minnkar um 15% árið 2014 og verður þá 22,1 þús. tonn.
Samningurinn kveður á um að á næstu tveimur árum skuli búin til stjórnunaráætlun og mótuð aflaregla sem taka skuli gildi frá 1. janúar 2015.