Heimili og skóli 20 ára
Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli sínu og héldu af því tilefni afmælisþing í Gerðubergi undir heitinu „Samráð í sátt“. Ketill B. Magnússon, formaður samtakanna opnaði þingið og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp. Að því loknu var flutt erindi um samráð, síðan um börn og breytingar í skólum frá sjónarhorni umboðsmanns barna og sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga voru reifuð. Þá tóku við pallborðsumræður með þátttöku þinggesta og þinginu lauk með því að fyrrum formenn samtakanna voru heiðraðir.