Heimsókn landbúnaðarnema frá Troms fylki, Noregi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Nemendur frá Landbúnaðarskóla og ungir bændur ásamt kennurum frá Troms fylki, Noregi komu í stutta heimsókn að morgni 17. september 2012. Ferð þeirra er heitið einkum í Skagafjörð til að kynna sér íslenskan landbúnað, leiðbeiningakerfi og námsframboð. Næsti áfangastaður er á Hólum í Hjaltadal. Níels Árni Lund og Þorsteinn Tómasson tóku á móti hópnum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Þorsteinn kynnti þeim íslenskan landbúnað með myndskreyttum fyrirlestri.