Hoppa yfir valmynd
17. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra Kýpur á Íslandi, ítrekar stuðning

Kypur-heimsokn-17-sept-12-011
Kypur-heimsokn-17-sept-12-011

Utanríkisáðherra Kýpur, Erato Kozakou-Marcoullis, heimsækir Ísland í dag, mánudag, en Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Með heimsókninni endurgeldur ráðherrann opinbera heimsókn Össurar Skarðhéðinssonar utanríkisráðherra til Kýpur í janúar sl.  

Kozakou-Marcoullis átti í morgun fund með utanríkisráðherra, þar sem aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helsta efnið. Rætt var um verkefnin framundan í aðildarviðræðunum og ítrekaði ráðherrann stuðning Kýpverja við aðildarumsókn Íslendinga. Ennfremur ræddu þau makríldeiluna og utanríkisráðherra kynnti stöðuna í Icesave-málinu sem nú er fyrir EFTA dómstólnum.

Síðar í dag mun utanríkisráðherra Kýpur hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og skoða Hellisheiðarvirkjun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta