Nýleg rit frá Eurydice, upplýsingavefi um menntamál í Evrópu
Eftirfarandi rit hafa nýlega komið út á vegum Eurydice, upplýsingavefs um menntamál í Evrópu:
- Key Data on Education in Europe 2012 Þar eru birtar margvíslegar samanburðarhæfar upplýsingar um menntamál frá leikskólastigi til háskólastigs í 31 landi í Evrópu. Upplýsingarnar eru fengnar frá Eurydice deildum í löndunum, EUROSTAT og PISA og PIRLS rannsóknunum.
- Citizenship Education in Europe Í ritinu er leitast við að kortleggja stefnur, lög og reglur sem og áherslur kennslu í lýðræði og borgaravitund á grunn- og framhaldsstigi í skólum í Evrópu.
- Entrepreneurship Education at School in Europe. Í ritinu er byggt á upplýsingum um nám í nýsköpun og frumkvöðlament á grunn- og framhaldsskólastigi frá 31 ríki, þ.e. ríki ESB auk Íslands, Noregs, Lichtenstein og Tyrklands. Hér má sjá samanburð milli landanna, hvaða áherslur í náminu og upplýsingar um einstök lönd.
- Á heimasíðu Eurydice má einnig finna nýlega birtar upplýsingar um lengd og fyrirkomulag skólaársins í grunn,- framhalds- og háskólum, Organisation of school time in Europe (Primary and general secondary education) - 2012/13, The organisation of the academic year in higher education - 2012/13 og yfirlitsmyndir um skólakerfi í Evrópu, Structure of European education systems 2011/12: schematic diagrams.
Á vef Eurydice má finna rafræna útgáfu af ritunum auk ýmissa upplýsinga um menntamál í Evrópu, m.a. ítarlegan gagnagrunn um menntakerfi landanna. Vefur Eurydice