Hoppa yfir valmynd
19. september 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýjar stofnanir og verkefni sótt heim

Í Hallormsstað
Í Hallormsstað

Undanfarið hefur Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótt stofnanir og verkefni sem heyra til verkefnasviðs ráðuneytisins frá síðustu mánaðarmótum, en þá voru auðlindamál færð undir ábyrgðarsvið þess. Ráðherra hefur heimsótt og kynnt sér starfsemi Veiðimálastofnunar, Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), Suðurlandsskóga og Héraðs- og Austurlandsskóga en við það tækifæri var Skógrækt ríkisins einnig sótt heim.

Viku eftir að breytingarnar á ráðuneytinu tóku gildi, þann 7. september, fór umhverfis- og auðlindaráðherra á Selfoss og kynnti sér starfsemi Suðurlandsskóga. Fundaði hún með Sigríði Jónu Sigurfinnsdóttur, formanni stjórnar verkefnisins, Birni B. Jónssyni framkvæmdastjóra, og Maríu E. Ingvadóttur, formanns Félags skógarbænda á Suðurlandi. Auk þess skoðaði ráðherra aðstöðu Veiðimálastofnunar á Selfossi.

 10. september kynnti ráðherra sér starfsemi Veiðimálastofnunar en aðalstöðvar hennar eru til húsa á Keldnaholti í Reykjavík.  Í heimsókninni fór forstjóri stofnunarinnar, Sigurður Guðjónsson, yfir helstu verkefni og starfsemi stofnunarinnar, ráðherra ávarpaði starfsfólk og skoðaði húsnæði og aðstöðu stofnunarinnar.

13. september sótti ráðherra ÍSOR heim. Þar ræddi Ólafur G. Flóvenz forstjóri helstu mál sem brenna á stofnuninni um þessar mundir og ráðherra sat fyrir svörum og skiptist á skoðunum við starfsfólk stofnunarinnar. Að því loknu var ráðherra kynntur sá vélbúnaður sem stofnunin hefur yfir að ráða og nauðsynlegur er til borholurannsókna.

18. september tóku Héraðs- og Austurlandsskógar auk Skógræktar ríkisins á móti umhverfis- og auðlindaráðherra á Fljótsdalshéraði. Þar var farið um ólík skógræktarsvæði og útskýrt hvernig þróun þeirra er, allt frá gróðursetningu á hrjóstrugum melum að áratugagömlum og hávöxnum nytjaskógum. Á móti ráðherra og öðru starfsfólki ráðuneytisins tóku Þorsteinn Bergsson, formaður stjórnar Héraðs- og Austurlandsskóga sem og Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga og Jón Loftsson, forstjóri Skógræktarinnar, ásamt starfsfólki sínu. Þá var kurlkyndistöðin á Hallormsstað skoðuð.


Er ofangreindum stofnunum þakkaðar góðar móttökur og greinargóð kynning á viðkomandi starfsemi sem er mikilvægt veganesti fyrir það samstarf sem framundan er.

Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra heimsækja Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga og Vesturlandsskóga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta