Hoppa yfir valmynd
21. september 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samningur um Varmárósa undirritaður

Frá afhjúpun fræðsluskiltis við Varmárósa.
Frá afhjúpun fræðsluskiltis við Varmárósa.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest samning milli Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um rekstur og umsjón sveitarfélagsins með friðlandinu við Varmárósa. Samningurinn var undirritaður á mánudag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru og við sama tækifæri var fræðsluskilti um friðlandið afhjúpað.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 í kjölfar þess að þar fannst plöntutegundin fitjasef en plantan er á válista og er einnig friðlýst sem tegund. Við Varmárósa er einnig að finna mýrar og flóa sem njóta sérstakrar verndar sem og sjávarfitjar og leirur sem einnig njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Þá er fuglalíf á svæðinu fjölbreytilegt en í friðlandinu er að finna farfugla eins og  t.d. margæsir, rauðbrystinga og lóuþræla auk þess sem þar hafa sést sjaldgæfar tegundir s.s. gargönd, grafönd og jafnvel hafernir.

Friðlýsing svæðisins var endurskoðuð árið 2012, þar sem skerpt var á mörkum friðlandsins og markmið friðlýsingarinnar styrkt enn frekar. Í endurskoðun friðlýsingarinnar nú í ár var bætt inn í friðlýsingarskilmálana að Umhverfisstofnun og sveitarfélagið Mosfellsbær myndu gera með sér sérstakan umsjónarsamning. Samkvæmt samningnum sér sveitarfélagið um daglega umsjón og rekstur friðlandsins. Dagleg umsjón felur meðal annars í sér að sveitarfélagið sér um að svæðið líti vel út, fjarlægi rusl, hafi eftirlit með því að verndargildi svæðisins rýrni ekki og bregðist við akstri utan vega svo dæmi séu tekin. Málefnum sem upp kunna að koma og kalla á sérstakar ráðstafanir eða stjórnvaldsákvarðanir ber áfram að vísa til Umhverfisstofnunar.

Undirritun samningsins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta