Hoppa yfir valmynd
25. september 2012 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs hjá EFTA

Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA
Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA

Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA trúnaðarbréf þann 18. september sl.

Fastanefnd Íslands í Genf fer með fyrirsvar Íslands innan Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), gagnvart Alþjóðaviðskipastofnuninni (WTO), Sameinuðu þjóðunum og undirstofnunum þeirra, og Alþjóðarauðakrossinum (ICRC), auk annarra alþjóðastofnana í Genf, svo sem Alþjóðaheilbrigðis-stofnuninni (WHO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóða- hugverkaréttarstofnuninni (WIPO). Fastanefndin er auk þess sendiráð Íslands gagnvart Liechtenstein.

Fréttatilkynnig EFTA um afhendinguna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta