Afhending trúnaðarbréfs hjá EFTA
Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA trúnaðarbréf þann 18. september sl.
Fastanefnd Íslands í Genf fer með fyrirsvar Íslands innan Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), gagnvart Alþjóðaviðskipastofnuninni (WTO), Sameinuðu þjóðunum og undirstofnunum þeirra, og Alþjóðarauðakrossinum (ICRC), auk annarra alþjóðastofnana í Genf, svo sem Alþjóðaheilbrigðis-stofnuninni (WHO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóða- hugverkaréttarstofnuninni (WIPO). Fastanefndin er auk þess sendiráð Íslands gagnvart Liechtenstein.
Fréttatilkynnig EFTA um afhendinguna