Kjarasamningur um störf aðstoðarfólks undirritaður
Þann 17. september 2012 var undirritaður kjarasamningur milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um störf aðstoðarfólks fyrir fatlað fólk. Um er að ræða sérstakan kjarasamning sem hefur verið sniðinn að notendastýrðri persónulegri aðstoð og er hann því fyrsti opinberi kjarasamningurinn sinnar tegundar hérlendis.