Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra
Tuttugu og fimm umsækjendur eru um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, en ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 8. september síðastliðinn.
Umsækjendur eru:
- Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor
- Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt
- Banu Naimy, leiðbeinandi
- Davíð Egilson, fagstjóri
- Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri
- Elísabet Katrín Friðriksdóttir, meistaranemi
- Geir Oddsson, aðalráðgjafi
- Gerður Ríkharðsdóttir, rekstrarhagfræðingur
- Guðmundur Albert Harðarson, framkvæmdastjóri
- Herdís Helga Schopka, jarðefnafræðingur
- Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur
- Jón Geir Pétursson, sérfræðingur
- Kristján Hlynur Ingólfsson, umhverfisfræðingur
- Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri
- Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
- Olga Hanna Möller, kennari
- Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri
- Ólafur Melsted, meistaranemi
- Ólafur Ragnar Ólafsson, B.Sc. í iðnaðarverkfræði
- Rannveig Magnúsdóttir, spendýravistfræðingur og kvikmyndagerðarmaður
- Sigurður Ármann Þráinsson, líffræðingur
- Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður
- Steinar Almarsson, sjálfstætt starfandi
- Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður
- Þórunn Pétursdóttir, doktorsnemi
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Nefndina skipa Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, formaður, Anna Dóra Sæþórsdóttir, varaforseti líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands og Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytisins.
Skv. reglunum er nefndin sjálfstæð í störfum sínum og skal starf hennar miða að því að leiða í ljós með gagnsæjum hætti hvaða umsækjandi eða umsækjendur séu hæfastir til að hljóta skipun í starfið. Þá skal nefndin gæta í hvívetna samræmis gagnvart umsækjendum, þannig að jafnræði sé í heiðri haft.