Samræmd flokkun og merking hættulegra efna
Með reglugerðinni er tekin upp samræmd flokkun og merking hættulegra efna á heimsvísu, ný varnaðar-merki líta dagsins ljós auk nýrra hættuflokka og hættu- og varnaðarsetninga. Ábyrgðin með flokkuninni færist frá yfirvöldum yfir á atvinnulífið en flokkun nokkurra varasömustu efnanna verður áfram samræmd.
Reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 236/1990 en gamla reglugerðin fellur alfarið úr gildi 1. júní 2015.
Nánar má lesa um reglugerðina á vef Umhverfisstofnunar.
Reglugerð nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda.