Starfshópur skilar lokaskýrslu í stað áfangaskýrslu
Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði 7. október 2011 til að fara heildstætt yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var 1. nóvember næstkomandi og hefur óskað eftir frekari fresti.
Innanríkisráðherra hefur fallist á þá beiðni en í stað áfangaskýrslu mun starfshópurinn skila lokaskýrslu til ráðherra um miðjan febrúar 2013. Vinna hópsins er vel á veg komin en starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar.
Starfshópurinn minnir á netfang hópsins [email protected] ef fólk vill nálgast hópinn með upplýsingar sem það býr yfir um málið.