Fimm sækja um embætti dómara við Hæstarétt
Embætti dómara við Hæstarétt var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. desember næstkomandi til 31. desember 2014. Umsóknarfrestur var til 22. október og bárust fimm umsóknir um embættið.
Umsækjendur embættið eru:
Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Arnfríður Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur
Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands
Ingveldur Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur
Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri héraðsdóms Reykjaness
Umsóknirnar hafa verið sendar dómnefnd sem metur hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. ákvæðum laga nr. 15/1998 um dómstóla.