Svipmyndir frá degi íslenskrar tungu 2012
Margir viðburðir voru á degi íslenskrar tungu nú sem endranær. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í nokkrum þeirra auk þess að heimsækja skóla í Grindavík og Reykjavík.
Ungir tónlistarmenn úr Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla á Málræktarþingi unga fólksins, sem haldið var í Laugardalshöll.
Katrín Jakobsdóttir í kennslustund ásamt ungum nemanda í Norðlingaskóla við að leysa verkefni með aðstoð spjaldtölvu.
Í nokkrum bekkjum í Norðlingaskóla er einungis notast við spjaldtölvur í kennslunni.
Nemendur í Norðlingaskóla og mennta- og menningarmálaráðherra glíma við verkefni um staðalímyndir kynjanna.
Katrín Jakobsdóttir semur ljóð ásamt nemendum í Norðlingaskóla og notar til þess smáforritið Segulljóð, sem er til ljóðagerðar og sköpunar á íslensku.
Útkoman úr sameiginlegri ljóðasmíð ráðherra og nemenda:
Gaddfreðinn einhyrningur
nötrar
skoðar skógarguð
syndsamlegt draumblik
tær blóðlækur
ástríðuglæpur
Í kennslustund í Grunnskóla Grindavíkur
Ungur trommuleikari í Tónlistarskóla Grindavíkur leikur fyrir gesti
Leikskólabörn í Grindavík ásamt ráðherra
Ráðherra tekur við merki Grindavíkur úr hendi Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra
Háskólakórinn, undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, syngur við athöfnina þegar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent.
Hannes Pétursson flytur ávarp á degi íslenskrar tungu, Háskólakórinn hlýðir á.