Yfirlit um vistheimt á Norðurlöndum
Endurheimt vistkerfa getur haft afgerandi áhrif á þróun umhverfismála á heimsvísu, s.s. líffræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar, aukinn sveiganleika og þol vistkerfa til að bregðast við auknu álagi og bætt almenn lífsskilyrði fólks. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaskýrslu norræna verkefnisins Vistheimt á Norðurlöndum, sem Landgræðsla ríkisins stýrði.
Skýrslan kom út á dögunum í ritröð Norrænu ráðherranefndarinnar, Tema Nord. Verkefnið var eitt af þemaverkefnum Íslands árið 2009, en þá fór Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Heildarstyrkur til verkefnisins var um 35 milljónir íslenskra króna. Alls tóku 12 norrænar stofnanir þátt í verkefninu en fyrir utan Landgræðsluna voru aðrar íslenskar þátttökustofnanir Landbúnaðarháskóli Íslands, Hekluskógar og Umhverfisstofnun.
Skýrslan: Restoration of damaged ecosystems in the Nordic countries.