Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Yfirlit um vistheimt á Norðurlöndum

Dropar á birkikvisti
Dropar á birkikvisti

Endurheimt vistkerfa getur haft afgerandi áhrif á þróun umhverfismála á heimsvísu, s.s. líffræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar, aukinn sveiganleika og þol vistkerfa til að bregðast við auknu álagi og bætt almenn lífsskilyrði fólks. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaskýrslu norræna verkefnisins Vistheimt á Norðurlöndum, sem Landgræðsla ríkisins stýrði.

Skýrslan kom út á dögunum í ritröð Norrænu ráðherranefndarinnar, Tema Nord. Verkefnið var eitt af þemaverkefnum Íslands árið 2009, en þá fór Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Heildarstyrkur til verkefnisins var um 35 milljónir íslenskra króna. Alls tóku 12 norrænar stofnanir þátt í verkefninu en fyrir utan Landgræðsluna voru aðrar íslenskar þátttökustofnanir Landbúnaðarháskóli Íslands, Hekluskógar og Umhverfisstofnun. 

Aðalmarkmið verkefnisins var að taka saman yfirlit um vistheimt á Norðurlöndum. Hefur verið ákveðið að halda starfi þessa hóps áfram í nýju verkefni sem Landgræðslan mun einnig stýra og nefnist það EvRest, Árangursmat í vistheimt á norðlægum slóðum. Að því munu einnig koma stofnanir frá Kanada, Grænlandi, og Skotlandi. Markmið þess verkefnis er að þróa hentugar aðferðir til að meta árangur vistheimtarverkefna þannig að gildi þeirra sé jafnan ljóst.

Skýrslan: Restoration of damaged ecosystems in the Nordic countries.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta