Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur um drögin er til 5. desember næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].

Með reglugerð þessari er tilskipun Framkvæmdastjórnarinnar 2011/94/ESB frá 28. nóvember 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini innleidd í íslenskan rétt. Endurspegla ákvæði reglugerðarinnar atriði sem fram koma í tilskipuninni. Atriðin eru öll tæknilegs eðlis og fela ekki í sér efnislegar breytingar sem hafa áhrif á ökuskírteinishafa.

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á núgildandi reglugerð:

  • Með 1. gr. er verið að færa bakhlið skírteinis til samræmis við fyrirmynd sem gefin er í tilskipun ásamt því að tilgreina dráttarvél sem innlendan réttindaflokk.
  • Í 2. gr. er kveðið á um snið dagsetninga.
  • Með 3. gr. er orðalagi sem lýsir tákntölunni 95 breytt.
  • Með 4. gr. er gerð krafa um að ökuskírteini sé læsilegt og slík krafa skilgreind, m.a. út frá hæð stafa.

Minnt er á að umsagnarfrestur er til 5. desember.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta