Hádegisverðarfundur um forsjá barna af erlendum uppruna
Fjölmenningarsetur og Mannréttindaskrifstofa Íslands boða til hádegisverðarfundar í Iðnó í Reykjavík, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi frá klukkan 12.00 til 13.00. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Innflytjendaráð og velferðarráðuneytið.
Tilefni fundarins er nýútkomin skýrsla um forsjá barna af erlendum uppruna. Skýrslan er byggð á rannsókn sem unnin var af Fjölmenningarsetri og Mannréttindaskrifstofu Íslands og var gerð hennar styrkt af velferðarráðuneytinu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru áhugaverðar og sýna að fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna, ekki síst afrískum og asískum, er með öðrum hætti en fyrirkomulag forsjár barna af íslenskum uppruna. Að hvaða leyti og af hverju eru spurningar sem tekist verður á við á fundinum.
Dagskrá
Framsöguerindi: Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetri
Þátttaka í pallborðsumræðum:
-
Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetri
-
Barbara Kristvinsdóttir, formaður W.O.M.E.N
-
Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
-
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fundarstjóri: Íris Björg Kristjánsdóttir, formaður innflytjendaráðs
Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku á netfangið: [email protected] eða í síma 450 3090 fyrir klukkan 16.00 þriðjudaginn 4. desember.