Hoppa yfir valmynd
4. desember 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Danmörk loftslagsvænst – Ísland í 14. sæti

Himinn
Stefnt er að samkomulagi í loftslagsmálum í París í desember.

Danmörk er loftslagsvænsta ríki heims og Ísland í 14. sæti af 58 ríkjum sem metin eru í nýrri úttekt evrópskra félagasamtaka á frammistöðu ríkja í loftslagsmálum.

Frjálsu félagasamtökin Germanwatch og Climate Action Network kynntu í dag mat sitt á stöðu loftslagsmála í 58 ríkjum, sem sett er fram í svokallaðri Frammistöðuvísitölu loftslagsmála (Climate Performance Index). Matið er ekki  óumdeilt en er ein þekktasta tilraunin til að meta frammistöðu ríkja í loftslagsmálum. Þeir þættir sem samtökin leggja til grundvallar í matinu eru: Magn losunar gróðurhúsalofttegunda (30%),  þróun losunar (30%), endurnýjanleg orka (10%), orkunýting (10%) og stefnumótun í loftslagsmálum (20%).

Ísland hefur hækkað lítillega frá fyrra ári þegar það var í 17. sæti. Ísland var í 1. sæti þegar CPI var fyrst kynnt árið 2006, 14. árið 2007, 3. árið 2008, 9. árið 2009 og 21. sæti 2010. Mikil tilfærsla Íslands og fleiri ríkja milli ára gefur til kynna að vísitalan sé fremur næm á þætti eins og þróun losunar á milli ára.

Tíu loftslagsvænstu ríkin eru allt Evrópuríki; í réttri röð á eftir Danmörku: Svíþjóð, Portúgal, Sviss, Þýskaland, Írland, Bretland, Malta, Ungverjaland og Belgía. Noregur er í 28. sæti, Finnland í 35., Bandaríkin í 40., Kína í 51., Kanada í 55. sæti og Sádí-Arabía rekur lestina af þeim 58 ríkjum sem skoðuð eru.

Ísland kemur illa út varðandi heildarmagn losunar og orkunýtni í samanburði við önnur ríki. Staðan er heldur betri þegar kemur að nýlegri þróun losunar á Íslandi, sem hefur dregist saman sl. tvö ár. Best stendur Ísland sig í samanburðinum þegar kemur að endurnýjanlegri orku og stefnumótun í loftslagsmálum, en þar telja samtökin að Ísland beri af ásamt Danmörku, Kína og Indlandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta