Hoppa yfir valmynd
13. desember 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands í kynningu

Vatn
Vatn

Umhverfisstofnun hefur auglýst til kynningar drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands en í henni er leitað svara við því hvaða þættir geti valdið álagi á vatn á Íslandi. Stöðuskýrslan í endanlegri mynd verður svo grundvöllur fyrir  vatnaáætlun þar sem strangar kröfur um ástand vatns eru tilgreindar.

Fram kemur í drögunum að ýmis starfsemi geti valdið álagi á vatni, s.s. óhreinsað skólp frá þéttbýlisstöðum, losun lífrænna efna frá fiskeldi og fiskvinnslum sem og efnalosun vegna jarðvarmavirkjana, sorpmeðhöndlunar, gamalla urðunarstaða og slippasvæða. Dreifð losun mengandi efna frá landbúnaði, framræslu lands, landgræðslu, skógrækt, frístundabyggð og öðrum byggðum er minna þekkt en bein losun.
 

Drögin eru tekin saman í samvinnu vatnasvæðanefnda, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar en með kynningunni er kallað eftir frekari gögnum þar sem almenningi gefst kostur á að koma ábendingum á framfæri hvað varðar ástand vatns.

Drögin verða í kynningu í sex mánuði, frá 7. desember 2012 til 7. júní 2013 og er hægt að skila umsögnum og athugasemdum til Umhverfisstofnunar.

Frétt Umhverfisstofnunar um drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.

Þá hefur Umhverfisstofnun gefið út Áfanga- og verkáætlun 2011-2015 vegna gerðar vatnaáætlunar fyrir árin 2016-2021 þar sem nýju stjórnkerfi vatnamála er lýst. Felur það í sér heildstæða og samræmda stjórn vatnamála sem byggir á samvinnu stjórnvalda, stofnana, ráðgjafa, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og almennings. Markmiðið er m.a. að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa þar sem þess er þörf.

Frétt Umhverfisstofnunar um Áfanga- og verkáætlun.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta